Keppnisreglur
- ALMENNT
- Skilyrði herferðarinnar eiga við herferðina „Share your advice“, hér eftir nefnd „SYA-herferðin“, sem skipulögð er af Lely International N.V., Cornelis van der Lelylaan 1, 3147 PB Maassluis, hér eftir nefnt „Lely“.
- Markmið herferðarinnar er að viðskiptavinir Lely deili ráðum sínum með Lely og öðrum rekstraraðilum býla þannig að allir hagnist á því.
- Hægt er að nálgast skilyrði herferðarinnar á experts.lely.com
- Með því að taka þátt í SYA-herferðinni staðfesta þátttakendur að þeir þekki skilyrði herferðarinnar. Þátttakendur staðfesta einnig að þeir samþykki skilyrði herferðarinnar, persónuverndaryfirlýsingu og fyrirvara sem er að finna á experts.lely.com.
- SKILYRÐI FYRIR ÞÁTTTÖKU
- Þátttaka í keppninni er aðeins möguleg í gegnum internetið og hún er aðeins opin viðskiptavinum Lely í/á Frakklandi, Hollandi, Írlandi, Hvíta-Rússlandi, Þýskalandi, Englandi, Póllandi, Tékklandi, Slóvakíu, Rússlandi, Sviss, Belgíu, Lúxemborg, Ítalíu, Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Íslandi, Eistlandi, Finnlandi, Kýpur, Bandaríkjunum, Kanada, Spáni, Portúgal, Japan og Kóreu. Umsóknir frá viðskiptavinum Lely í öðrum löndum verða ekki teknar gildar.
- Samkvæmt hluta 2.1 verða þátttakendur að hafa náð átján ára aldri. Starfsfólk Lely má ekki taka þátt.
- Þátttakendur sem ekki uppfylla aldursskilyrði í 2.1 geta tekið þátt í SYA-herferðinni að veittu leyfi frá öðru hvoru foreldri eða forráðamanni. Lely gefur sér að þátttakendur sem eru undir aldri hafi fengið leyfi frá foreldri/forráðamanni. Útiloka má þátttakendur undir aldri sem ekki geta lagt fram staðfestingu á slíku leyfi frá frekari þátttöku í SYA-herferðinni; að öðrum kosti kann tilkall þeirra til verðlauna að verða afturkallað.
- Útiloka má þátttakendur sem ekki eru viðskiptavinir Lely frá frekari þátttöku í SYA-herferðinni; að öðrum kosti kann tilkall þeirra til verðlauna að verða afturkallað.
- Þátttakendur mega ekki senda inn orma, veirur eða annan skaðlegan hugbúnað að viðlögðum brottrekstri úr SYA-herferðinni.
- Innlegg sem berast áður en herferðin hefst eða eftir að henni lýkur eru ekki samþykkt eða gjaldgeng til verðlauna undir neinum kringumstæðum.
- FERILL SYA-HERFERÐARINNAR
- SYA-herferðin skiptist í tvö herferðartímabil. Herferðir innan tiltekinna landa standa yfir frá 11. nóvember 2014 til 26. febrúar 2015, kl. 00:00 að Mið-Evróputíma, hér eftir nefndar „landskeppnir“. Alþjóðlega herferðin kemur í kjölfar landskeppnanna og stendur yfir frá 13. mars til 10. apríl 2015, kl. 00:00 að Mið-Evróputíma. Hún verður hér eftir nefnd „alþjóðlega keppnin“.
Landskeppni
- Þátttakendur geta hlaðið upp sínu besta ráði og ábendingum fyrir sjálfvirkni í bústörfum í gegnum experts.lely.com. Hægt er að hlaða upp myndum með lýsingu (mest 50 orðum) eða stuttu myndskeiði sem er að hámarki ein mínúta að lengd. Framlög sem ekki uppfylla þessi skilyrði verða ekki samþykkt. Þegar framlaginu hefur verið hlaðið upp fær þátttakandi staðfestingu í tölvupósti. Hægt er að hlaða upp framlögum á meðan landskeppnir standa yfir.
- Þátttakendur verða að tilgreina landið sem þeir búa í þegar þeir hlaða upp. Öll framlög sem uppfylla skilyrði herferðarinnar verða gaumgæfilega yfirfarin af starfsfólki Lely í viðkomandi landi. Farið verður yfir persónuupplýsingar og efni allra framlaga. Ef framlag telst innihalda frambærilegt efni verður það samþykkt af Lely og birt á vefsvæðinu experts.lely.com, og tilkynning verður send til þátttakanda. Ef Lely ákveður að draga framlag til baka er það ekki birt á experts.lely.com. Þátttakandinn fær senda tilkynningu í tölvupósti komi slík staða upp. Lely áskilur sér rétt til að gefa ekki upp ástæður þess að framlag er afturkallað.
- Þegar framlag er birt á experts.lely.com verður viðkomandi þátttakandi sjálfkrafa með í landskeppninni í sínu landi. Á lokadegi landskeppnanna verður einn sigurvegari valinn í hverju landi. Sigurvegarinn verður valinn á hlutlausan máta út frá efni viðkomandi framlags. Starfsfólk Lely í viðkomandi landi mun hafa samband við sigurvegarann innan fjögurra vikna frá lokum herferðar landskeppninnar.
Alþjóðleg keppni
- Sigurvegari hverrar landskeppni verður sjálfkrafa skráður í alþjóðlegu keppnina. Lely sér um að þýða framlög yfir á ensku, ef þess þarf með. Sigurvegari alþjóðlegu keppninnar verður valinn af gestum vefsvæðisins experts.lely.com. Gestir geta valið það ráð sem þeir telja best með því að smella á „Like“.
- Það framlag sem flestum hefur líkað við föstudaginn 10. apríl 2015, kl. 00:00 að Mið-Evróputíma, vinnur alþjóðlegu keppnina. Lely mun hafa samband við sigurvegarann innan fjögurra vikna frá lokum alþjóðlegu keppninnar.
- SYA-herferðin skiptist í tvö herferðartímabil. Herferðir innan tiltekinna landa standa yfir frá 11. nóvember 2014 til 26. febrúar 2015, kl. 00:00 að Mið-Evróputíma, hér eftir nefndar „landskeppnir“. Alþjóðlega herferðin kemur í kjölfar landskeppnanna og stendur yfir frá 13. mars til 10. apríl 2015, kl. 00:00 að Mið-Evróputíma. Hún verður hér eftir nefnd „alþjóðlega keppnin“.
- VERÐLAUN
- Sigurvegarar landskeppna og alþjóðlegu keppninnar í SYA-herferðinni verða tilkynntir á experts.lely.com.
- Sigurvegarar landskeppna vinna sér inn gjafabréf að virði 500 evra sem þeir geta nýtt sér næst þegar þeir panta rekstrarvörur frá Lely Consumables B.V.
- Sigurvegari alþjóðlegu keppninnar vinnur að auki rekstrarvörur að virði 2500 evra frá Lely Consumables B.V.
- Lely getur hætt við eða afturkallað verðlaun hvenær sem er af ástæðum sem tengjast framleiðslu eða efni eða vegna öryggisráðstafana eða annarra ófyrirséðra atburða.
- Verðlaunum er ekki undir neinum kringumstæðum hægt að skipta út fyrir önnur verðlaun. Ekki er hægt að flytja verðlaunin til þriðja aðila.
- Verðlaun kunna að gilda í takmarkaðan tíma.
- ÁBYRGÐ
- Með því að taka þátt í þessari keppni staðfesta þátttakendur að þeir samþykki skilyrði herferðarinnar og tilkynningamáta. Ekki er hægt að vefengja niðurstöður og ákvarðanir Lely undir neinum kringumstæðum.
- Lely mun ekki undir neinum kringumstæðum bera ábyrgð á slysum, kostnaði eða beinum eða óbeinum skemmdum, hvers kyns sem þær eru, sem kunna að vera til komnar vegna þátttöku í SYA-herferðinni og/eða verðlauna.
- Þátttakendur bera sjálfir ábyrgð á réttri afhendingu umbeðinna gagna. Ef ekki næst samband við þátttakanda vegna rangra gagna sem fylgja framlagi er það ekki á ábyrgð Lely. Ef svo er ber Lely ekki skylda til að veita verðlaun.
- Með upphleðslu framlags afsala þátttakendur sér öllum rétti á framlagi, þar með talið hugverkaréttindum, og veita Lely varanlegan einkarétt á heimsvísu á notkun framlagsins eftir hentugleika Lely, þar með talið birtingu eða endurprentun framlagsins með eða án þess að gefa upp nafn þátttakandans, hvar sem er í heiminum og á hvaða miðli sem er.
- Með upphleðslu votta þátttakendur að þeir eigi eða hafi orðið sér úti um nauðsynleg hugverkaréttindi vegna tónlistar eða myndefnis sem er notað. Lely mun ekki undir neinum kringumstæðum bera ábyrgð á ætluðum höfundarréttarbrotum sem þátttakandi fremur með framlagi sínu og þátttakandi mun verja Lely bótakröfum vegna slíks.
- PERSÓNULEG GÖGN
- Persónuleg gögn og/eða nafn og heimilisfang sem þátttakendur senda til Lely í tengslum við SYA-herferðina kunna að verða vistuð hjá Lely og meðhöndluð í samræmi við hollensku gagnaverndarlöggjöfina.
- LOKAÁKVÆÐI
- Spurningar og umkvartanir vegna skilyrða þessarar herferðar og SYA-herferðarinnar er hægt að senda í tölvupósti á communications@lely.com með vísun í herferðina „Share Your Advice“.
- Lely áskilur sér, hvenær sem er, rétt til að breyta SYA-herferðinni og/eða skilyrðum herferðarinnar, hætta SYA-herferðinni fyrr en áætlað er og/eða hætta við hana án þess að þátttakendur geti lagt fram kröfur gegn Lely vegna slíks. Lely ráðleggur þátttakendum að halda skrá yfir allar breytingar sem gerðar eru á experts.lely.com.
- Skilyrði herferðarinnar falla undir hollensk lög. Deilumál vegna SYA-herferðarinnar eða experts.lely.com, eða sem tengjast öðru hvoru á einhvern hátt, skulu leyst fyrir lögbærum dómstólum í Rotterdam